fbpx

Á morgun, fimmtudaginn 27. júlí stefnir John Snorri á að komast á topp K2.
Á myndinni af fjallinu, sem tekin var í morgun,  sést að ský felur topp K2 –  þar eða í búðum fjögur á fjallinu bíður John Snorri eftir að klukkan verði 17:00 að íslenskum tíma. Þá leggur hann til atlögu við þann gamla draum sinn að sigrast á fjallinu.

Áheit á Líf
John Snorri er fimm barna faðir og þekkir því vel til á Kvennadeild Landspítalans. John Snorri hefur ákveðið að heita á Líf á sama tíma og hann freistar þess að komast á toppinn á K2. Við hjá Líf fögnum því og höldum áfram að fylgja honum eftir og safna um leið peningum fyrir félagið og ekki síður að vekja athygli á starfi Lífs. Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram mun fylgja John Snorra eftir og útkoman verður alþjóðleg heimildarkvikmynd.

HÉR ER HÆGT AÐ HEITA Á JOHN SNORRA 

OG HÉR ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ LEIÐANGRINUM Á FACEBOOKSÍÐU OKKAR

Við stefnum á toppinn með John Snorra.