fbpx

Í tengslum við landssöfnun Lífs, styrktarfélags kvennadeildar, gaf Icepharma félaginu veglega gjöf. Um er að ræða fullkominn stafrænan blóðþrýstingsmæli á standi með súrefnismettunarmæli og eyrnahitamæli. Verðmæti tækisins er um 600.000 krónur.

Tækið kemur sér afar vel við umönnun veikra sjúklinga, til dæmis veikar konur með meðgöngueitrun eða önnur alvarleg vandamál og einnig eftir skurðaðgerðir.

Tækið var afhent mánudaginn 18.apríl síðastliðinn og komu þau Hermann, Unnur og Sóley frá Icepharma og afhentu tækið. Fyrir hönd Lífs tók Hildur Harðardóttir, yfirlæknir og stjórnarmaður í Líf við gjöfinni og afhenti áfram til Guðrúnar Eggertsdóttur, yfirljósmóður á fæðingadeild LSH þar sem tækið verður notað.

Styrktarfélagið Líf og kvennadeild LSH eru afar þakklátt Icepharma fyrir þessa höfðinglegu gjöf.