fbpx

22244Guðmundur Hafþórsson hefur nú synt í rúma 12 tíma með 5 mín pásum á hverjum klukkutíma. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sundlaugina til hans sem og í aðrar laugar víðsvegar um landið.  Þegar hann er hálfnaður er hann búinn að synda um 36 kílómetra og rúmlega 1300 sundferðir fram og til baka í lauginni.  Hann var mjög brattur en smá sólbrenndur eftir daginn í dag. Faðir Gumma er búinn að standa vaktina með honum í dag og skrá niður fjölda ferða og kílómetra, eins er passað vel upp á að hann borði rétt og sá Fríða Rún næringafræðingur hjá Heilsutorg.is alfarið um þau mál en móðir Gumma sá um eldamennskuna. Eins er fylgst vel með líkamsástandi hans bæðiað púlsinn sé á réttu róli sem og blóðþrýstingurinn og er hann með fagfólk með sér í hverju horni sem allt gefur vinnu sína fyrir verkefnið.

Hann mun klára sundið kl 11 á morgun laugardaginn 28.júní, við hvetjum alla til að koma og fanga með okkur. Líf styrktarfélag verður með góðgerðar grill og munum við selja pylsur, hamborgara og gos á gafverði. En allur ágóði sölunnar rennur auðvitað í söfnunina.

Vonumst til að sjá sem flesta á morgun til að fagna með okkur þessari ótrúlegu hetju!

                      Söfnunarreikningur :515-14-409141   Kt.: 501209-1040 Líf styrktarfélag
Hringdu í 908 1515 og styrktu verkefnið um 1.500 krónur

224