fbpx

Til okkar leitar fólk sem vill láta gott af sér leiða. Svava Jóhannesdóttir átti afmæli  um daginn og vildi nýta tækifærið til að láta gott af sér leiða í minningu móður sinnar. Hún afþakkaði því allar gjafir og bað fólk um að gjofinstyrkja málefnið.

Mamma hennar Ágústa G.M. Ágústsdóttir lést í október 2013. Hún starfaði á  vökudeild og skurðstofum kvennadeildar frá 1976-1982. Það lá því beinast við að styrkja þessar tvær einingar.

Úr varð með diggri aðstoð Epli.is að gefa Vökudeildinni 3 stk. iPad Air WiFi 128 GB og 3 stk. iPad Air Smart Cover. Þessir iPadar nýtast vel til að birta fræðslumyndbönd sem farið er yfir með foreldrum einstaklingsmiðað og fræðsluefni fyrir foreldra sem unnið hefur verið á vökudeildinni og annar staðar. Þá er hægt að vera með foreldrum við rúmbeð barns (hitakassa barns eða vöggu) en oftast finnst foreldrum best að vera hjá barni sínu. Góð sýn á iPada auðveldar einnig notkun á lyfjagagnagrunninum (NeoFax) sem birtir nokkrar valmyndir á síðu og auðveldra aðgengi að upplýsingum, útreikningum og fræðslu um lyf við rúmbeð.

Þessi fallega gjöf var svo afhent á afmælisdegi Ágústu heitinnar þann 7.mars síðast liðinn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Svövu afhenda Margréti O Thorlacius, hjúkrunardeildarstjóra Vökudeildar, gjöfina góðu.