Auðbjörg Helgadóttir er 81 árs Garðbæingur sem ákvað að styrkja Líf. Hún vildi leggja sitt af mörkum til að bæta aðbúnað þeirra sem sækja þjónustu á kvennadeildina og einnig fyrir aðstandendur þeirra. Auðbjörg er fyrrum bankastarfsmaður og húsmóðir í Garðabæ, móðir fjögurra dætra, amma 11 barna og langamma 6 barna. Hún gaf 500.000 krónur til félagsins. Líf styrktarfélag þakkar henni höfðinglega gjöf og vonar að afkomendur hennar sem og aðrir njóti góðs af gjöfinni.
Auðbjörg koma og var við opnun nýju móttöku kvennadeildarinnar þann 28. október.Frá vinstri Stefanía B. Arnardóttir, Hjördís E.Harðardóttir, Auðbjörg Helgadóttir og Helga Harðardóttir. Hjördís og Helga eru dætur Auðbjargar.