fbpx

Á þessum geisladiski leiða saman hesta sína í fyrsta sinn þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór Pétursson og Megas. Hér má finna mörg af þeirra þekktustu lögum í nýjum og rokkuðum útsetningum. Lög eins og „Spáðu í mig“, „Lóa Lóa“, „Út á gólfið“, „Minning um mann“ og „Brotnar myndir“ þekkja allir en einnig voru tekin upp í fyrsta sinn  tvö ný lög: „Mærin í Smáralind“ eftir Megas og „Gígja“ eftir Rúnar Þór, við texta Megasar. Um útsetningar og undirleik sáu Albert Ásvaldsson og Magnús Ásvaldsson.

Samstarf þetta hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem heyrt hafa og er það álit margra að hér sé komin forvitnilegasta og jafnframt skemmtilegasta plata ársins. Til gamans má geta að tónleikar þeirra í Austurbæ 4. nóvember síðastliðinn fengu fullt hús stiga eða 5 stjörnur í Fréttablaðinu.

Diskurinn fæst á www.gefdulif.is/verslun

Umsagnir:
„Þetta er blátt áfram stuðplata sem þykist ekki vera neitt annað“. *** -Dr. Gunni

***1/2 -Mbl

„Þið eruð algjörir snillar og gott betur…diskurinn er alveg frábær.“ -Arnþrúður Karlsdóttir, Útvarp Saga