fbpx

Nemendur í 7.bekk Ártúnsskóla lágu ekki á liði sínu í vikunni en allur ágóði af árlegri menningavöku þeirra, 130 þúsund krónur, rann til Lífs styrktarfélags. Menningarvakan tókst frábærlega en þemað var júróvisíonlög tvinnuð við skemmtilegan leikþátt. Á sýningunni mátti sjá mörg glæsileg tilþrif og ljóst að þarna fara miklir listamenn sem landsmenn fá eflaust að njóta í framtíðinni. Við færum nemendum 7 bekkjar í Ártúnskóla bestu þakkir fyrir.

artunsskoli