fbpx

Hlutverk fjáröflunarefndar er að skipuleggja og halda utan um alla fjáröflun félagsins. Líf er ungt félag, mikið starf er fyrir höndum og því leitar fjáröflunarnefndin að frjóu fólki sem er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til þess að ný miðstöð fæðinga og kvenlækninga geti orðið að veruleika. Á næstunni er m.a. á döfinni að halda bingó til styktar Líf, en hugsunin er að það verði árlegur viðburður á vegum félagsins.

Landsöfnunin sem Líf stóð fyrir í mars síðastliðnum gaf félaginu góða byrjun. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við endurbætur á sængurkvennagangi sem fjármagnaðar eru með féi úr söfnuninni. Verkefnin á Kvennadeildinni eru ótal mörg og því skiptir miklu máli að fjáröflun félagsins sé tekin föstum tökum.

Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að starfa með félaginu og láta gott af sér leiða að hafa samband við Kristrúnu Bernhöft formann nefndarinnar á kristrun04@ru.is