fbpx

Þann 23. júlí síðastliðinn afhenti Sandra Hjálmarsdóttir frá FASTUS Helgu Sigurðardóttur yfirljósmóður á meðgöngu- og sængurkvennadeild fimm dýnur í sjúkrarúm að gjöf. Verðmæti þeirra er 500.000 krónur.

Fyrir hönd Lífs voru Hilda Friðfinnsdóttir meðstjórnandi, Eva Ásrún Albertsdóttir ritari, Edda Sveinsdóttir varamaður í stjórn og Anna Haarde í fjáröflunarnefnd viðstaddar afhendinguna.

Veikindi og frávik á meðgöngu hafa í sumum tilfellum erfiða sjúkralegu í för með sér fyrir eða eftir fæðingu og koma dýnurnar sér því afar vel.