fbpx

Líf stóð fyrir sölu á bolum og bókum í Kringlunni og Smáralind laugardaginn 26. febrúar. Starfsfólk kvennadeildar LSH, félagar í Líf og aðrir velunnarar lögðu sitt af mörkum fyrir landssöfnunina. Margir þjóðþekktir einstaklingar lögðu Líf lið í sölunni, m.a. Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Sigurður Skúlason leikar, Telma Tómasson, Auddi, Jói H., Edda Björgvins, Jói Fel, Ívar Guðmundsson, Ellen Kristjáns, Ingó veðurguð, Arnar Grant, Ágústa Eva, Rikka ofl. Líf færir þeim sem og starfsfólki kvennadeildar LSH og öðrum velunnurum hugheilar þakkir fyrir þeirra framlag.