fbpx

Líf þakkar fyrir frábært bingókvöld 2. nóvember sl. á Rúbín í Öskjuhlíð. Mæting fór fram úr björtustu vonum en dásamlegt starfsfólk Rúbín bjargaði málunum og fengu allir á endanum sæti.

Vinningarnir voru ekki af verri endanum m.a. frá Icelandair, World Class, Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Tapas barnum, Andrea boutique, Hótel Heklu, Nordica spa, Mecca spa, Babysam, Grillmarkaðnum, Volcano design, Birnu, Núrgis design o.fl. Margir löbbuðu  brosandi út með poka fulla af fíneríi.

Ágóðinn rennur óskipt til Líf.Hafdís og Þórunn með bingóstjóranum Helgu Brögu