Aðalfundur Lífs Styrktarfélags verður haldinn miðvikudaginn 29. mars kl. 19 í Hringsal Barnaspítala. Aðalfundarstörf verða með hefðbundnum hætti, farið verður yfir starfsemi félagsins síðastliðið starfsár, endurskoðaðir reikningar félagsins verða lagðir fram og kosið verður í stjórn félagsins.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs
- Endurskoðaðir reikningar ársins 2022 lagðir fram.
- Lagabreytingar*
- Kjör formanns til eins árs
- Kjör í stjórn til tveggja ára
- Önnur mál
Allir Lífsfélagar eru hjartanlega velkomnir á fundinn.
*Stjórn leggur til eftirfarandi breytingar á 7. grein samþykktanna, sjá Samþykktir – Líf styrktarfélag (lifsspor.is)
Núverandi orðalag
Stjórn félagsins er skipuð 9 félagsmönnum kosnum á aðalfundi skv. 8. gr. Á hverjum tíma skal a.m.k. einn stjórnarmaður vera starfsmaður kvennadeildar til að tryggja sem best upplýsingaflæði við stjórnina. Formaður er kosinn til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir með sér störfum varaformanns, gjaldkera og ritara.
Tillaga að breytingum (í feitletruðu):
Stjórn félagsins er skipuð 7 félagsmönnum kosnum á aðalfundi skv. 8. gr. Á hverjum tíma skal a.m.k. einn stjórnarmaður vera starfsmaður kvennadeildar til að tryggja sem best upplýsingaflæði við stjórnina. Formaður er kosinn til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir með sér störfum varaformanns og ritara.