fbpx

Aðalfundur Lífs styrktarfélags verður haldinn í Hringsal Barna- og kvennadeildar Landspítalans  (í tengibyggingu, gengið inn á Barnaspítala)

Miðvikudaginn 6.mars kl: 20:00

Dagskrá fundarins:

  1. Setning fundar
  2. Skipun fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Framlagning ársreiknings fyrir árið 2012
  5. Tillaga að félagsgjöldum fyrir árið 2013
  6. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2013
  7. Skýrsla Úthlutunarnefndar
  8. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins

Breyting á orðalagi í hlutverki félagsins, sjá hér tillögu að breytingu. 

Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.

Tillaga að breytingum á 9. gr. Laga félagsins:

9.gr.  Ákvörðun um árgjald félagsins og með hvaða hætti það skuli innheimt er í hönd stjórnar. Hafi árgjald ekki verið greitt í 2 ár er stjórn félagsins heimilt að taka viðkomandi af félagaskrá í kjölfar skriflegrar tilkynningar þess efnis. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

9.  Kosning stjórnarmanna í stað þeirra sem ganga úr stjórn

10. Kosning varamanna í stjórn

11.  Önnur mál

Úr Samþykktum félagsins varðandi aðalfund.

8.gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert og skal hann boðaður skriflega eða á annan sannanlega hátt með a.m.k. 2 vikna fyrirvara. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi og er skilyrði að þeir séu skuldlausir við félagið.  Á aðalfundi félagsins skal stjórnin gera upp árangur liðins árs.

Sjá hér samþykktir félagsins https://gefdulif.is/um-lif/samthykktir-felagsins

Félagar eru hvattir til að mæta.