fbpx

Aðalfundur Lífs Styrktarfélags verður haldinn þriðjudaginn 19. mars kl. 19:30 í  fundarherbergi 21B á Kvennadeild Landspítala. Aðalfundarstörf verða með hefðbundnum hætti, farið verður yfir starfsemi félagsins síðastliðið starfsár, endurskoðaðir reikningar félagsins verða lagðir fram og kosið verður í stjórn félagsins.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs
  3. Endurskoðaðir reikningar ársins 2023 lagðir fram.
  4. Lagabreytingar*
  5. Kjör formanns til eins árs 
  6. Kjör í stjórn til tveggja ára
  7. Önnur mál

*Stjórn leggur til eftirfarandi breytingar á 3. grein samþykktanna, sjá:

https://www.lifsspor.is/samthykktir/

Núverandi orðalag 

3.gr.

Tilgangur félagsins er að styrkja kvennadeild Landspítala, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Tillaga að breytingum (í feitletruðu):

Tilgangur félagsins er að styrkja kvennadeild Landspítala, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Stjórn Lífs hefur heimild til að styrkja verkefni í sama tilgangi utan Landspítala.

Einnig er um að ræða nokkrar óefnislegar orðalagsbreytingar og lagfæringar a lagatextanum Betur verður gerð grein fyrir þeim breytingum og þær rökstuddar á aðalfundinum.

Allir Lífsfélagar eru hjartanlega velkomnir á fundinn.