fbpx

Actavis er einn aðalstyrktaraðili landssöfnunar styrktarfélagsins Lífs. Actavis auglýsir fræðslufundi á vegum Lífs, 16. febrúar og 2. mars í Háskólanum í Reykjavík og eru þeir öllum opnir. Fundirnir eru haldnir í aðdraganda landssöfnunar sem verður á Stöð tvö, föstudaginn 4. mars. En stuðningur Actavis felst ekki síst í því að gera Lífi kleift að standa að þessari útsendingu. Með stuðningi sínum vill Actavis leggja áherslu á samfélagslegt hlutverk sitt. Það felst meðal annars í því að styðja við bakið á verkefnum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Fyrsta verkefni styrktarfélagsins er að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar (22A). Húsið var byggt 1973 og hafa nánast engar endurbætur verið gerðar á því.

Sjá nánar á heimasíðu Actavis