fbpx

Guðmundur Hafþórsson lauk 24 stunda sundi sínu kl 11 þann 28. júní.  Mikill fjöldi fólks safnaðist sama í og við laugina til að samgleðjast honum að sundi loknu. Jón Margeir margfaldur heimsmeistari í sundi synti með honum síðustu 3 tímana.  Það var mikil stemming og samhugur í hópnum. Líf styrktarfélag efndi til góðgerðar grills fyrir utan Ásgarðslaugina í Garðabæ. 222333

Heiða 6 ára dóttir Guðmundar synti með honum síðustu ferðina og sver sig greinilega í ættina. Hér er myndband af síðustu sundtökunum.

Hér eru skemmtilegar myndir frá sundinu sem Inga Arnardóttir tók á þessum ótrúlega sólarhring.

Á myndinni má sjá Guðmund, Heiðu dóttur hans og part af stjórn Lífs styrktarfélags sem stóð að viðburðinu með Guðmundi.

Söfnunarreikningur :515-14-409141
Kt.: 501209-1040 Líf styrktarfélag
Hringdu í 908 1515 og styrktu verkefnið um 1.500 krónur