fbpx

ghÞann 27. júní nk. mun Guðmundur Hafþórsson sundkappi og einkaþjálfari þreyta 24 klukkustunda áheitasund í Sundlaug Garðabæjar til styrktar Líf styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans. Allur ágóði af sundinu mun renna til endurbóta á aðstöðu foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á Landspítalanum með barn á vökudeild eða á Sængurkvennagangi Kvennadeildarinnar.

Guðmundur varð fyrir alvarlegri líkamsárás aðfarnótt 2. janúar 2011 og í kjölfar hennar var honum tilkynnt að hann ætti litla sem enga möguleika á því að verða áfram afreksmaður í sundi. Keppnismaðurinn sem hann er, lét hann engan bilbug á sér finna og með ótrúlegri seiglu og margra ára þjálfun hefur hann farið í gegnum mikla endurhæfingu og þjálfun sem hefur skilað milkum árangri. Hann hefur nú þegar tekið þátt í sundmótum og slegið gömul met. Guðmundur ætlar ekki að láta staðar numið þar heldur að takast á við það verkefni að synda í 24 klukkustundir samfellt en það er eitthvað sem enginn annar hefur gert hér á landi áður.

Sundið hefst kl. 11 að morgni föstudagsins 27. júní og mun Guðmundur aðeins fá 5 mínútur á hverri klukkustund til að næra sig og fara á snyrtinguna.

Hann hefur notið góðs stuðnings frá næringafræðingnum Fríðu Rún Þórðardóttur frá Heilsutorgi.is varðandi þá næringu sem þarf að hafa í sundinu.

Hér er hægt að fylgjast með honum á undirbúningstímabilinu www.facebook.com/24stundasund

Söfnunarreikningur :515-14-409141
Kt.: 501209-1040 Líf styrktarfélag
Hringdu í 908 1515 og styrktu verkefnið um 1.500 krónur