fbpx

Þann 29. apríl 2010 þá átti ég tíma í mæðraskoðun. Ég var komin rúmar 34 vikur á leið, bumban hafði stækkað aðeins og það var smá bjúgur en ekkert sem ég hafði áhyggjur af. Ég hafði alltaf fengið 10 hjá Helgu ljósmóður og í þetta skiptið bjóst ég ekki við neinu öðru enda leið mér vel. Ég skaust því úr vinnunni upp úr miðju verkefni og ætlaði að koma strax aftur eins og venjulega. Tveimur tímum seinna var ég lögð inn á spítala með mikla meðgöngueitrun, ég mældist með svo háan blóðþrýsting.

Aðstæður voru frábærar, ég var sett í þvílíka spítalasvítu með sjónvarpi, sér baðherbergi og bara mikil kósýheit. Hins vegar voru ekki nægilega mörg rúm laus svo hann Maggi minn fékk lazyboy til að vera í. Kannski ekki ákjósanlegustu svefnaðstæður þegar maður þarf að mæta til vinnu daginn eftir. Fyrsta nóttin var því pínu erfið, ein í þessu stóra herbergi. Ekki varð það auðveldara þegar óhljóðin fóru að berast af hæðinni fyrir ofan. Ég man ég sendi Magga sms „Út í hvað er ég eiginlega komin, ætli ég geti hætt við?“. Ég kjökraði pínu í koddann minn en ákvað svo að vera sterk og dugleg og á endanum sofnaði ég.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.