fbpx

Mig langar að deila með ykkur reynslu minni af meðgöngu- og sængurkvennadeild LSH. Þar hef ég bæði fengið verstu og bestu fréttir ævi minnar.

Haustið 2008 fékk ég jákvætt próf. Loksins eftir tveggja ára „reynerí“ tókst okkur manninum mínum að verða ófrísk. Við svifum um á bleiku skýi og gerðum mikið grín að morgunógleðinni. Við vorum mjög hamingjusöm.

Fljótlega fór ég að fá sára stingi og skelfilega verki sem ég stimplaði á togverki enda lýstu þeir sér þannig. Ég hætti að halda niðri mat, rétt gat drukkið vatn og borðað bláa frostpinna. Eitt kvöldið komin rétt tæpar 20 vikur á leið hneig ég niður af sársauka. Við maðurinn minn ákváðum að ganga út á læknavakt svona til að fullvissa okkur um að allt væri í lagi og að þetta væru aðeins togverkir.

Sjá nánar á Facebooksíðu Lífs.