fbpx

Sigríður Sigmarsdóttir, móðir

Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað.

Sjá meira á visir.is