fbpx

Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt tók það 30+ klukkutíma að koma honum í heiminn. Loksins þegar herrann lét sjá sig eftir sogklukku og læti var ég orðin veik, mikið veik og ekki með rænu í neitt. Þegar mér var tilkynnt að ég ætti að fara á sængurkvennagang og maðurinn minn heim man ég hvað ég grét sárt. Ég gat ekki hugsað mér að sjá ein um barnið né láta taka það frá mér. Sem betur fer voru ekki margar að eiga á sama tíma svo ég gat suða það út að maðurinn minn svæfi í lazy boy stól inni á stofu hjá mér. Þar sem ég hafði litla rænu fyrsta sólarhringinn sá hann alveg um drenginn, vakti mig til þess að gefa honum, skipti á honum og hugsaði um mig. Ég barðist við rosalega mikið þunglyndi og veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði fengið að dúsa þarna ein inni á stofu í nokkra daga.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.