fbpx

Vatnið fór og ég er gengin 26 vikur og 5 daga. Ekki kannski það sem ég vildi en ég stjórna víst engu lengur. Ég gerði mitt besta til að halda honum í bumbunni eins lengi og líkaminn vildi og nú er ekki aftur snúið.

Bíddu, en við erum ekki búin að skoða Vökudeildina og vitum ekki neitt! Við hefðum átt að kíkja þangað síðustu 19 daga en nei, nei, nei, við ætluðum ekki að eignast fyrirbura. Það er gott að vera vitur eftir á. Ef maður hugsar út í það þá hafa fyrirburar fæðst áður en foreldrar hafi einu sinni vitað hvað Vökudeild er, hvað þá Meðgöngudeild en hana þekki ég vel eftir 19 daga legu.

Við ákveðum að nú sé þessu verkefni að ljúka og næsta að hefjast og við getum tekist á við það eins og allt sem á undan er gengið.

Ég fæ líka að fara heim til englanna minna…..en…..þá þarf ég að skilja lillann eftir hjá ókunnugum??

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs