fbpx

Ég var lögð inn á meðgöngudeild LSH í október í fyrra, þá gengin tæpar 28 vikur. Ástæðan var blæðing frá fylgju sem var lágsæt. Ég lág inni í viku og allan þann tíma voru gullmolar sem gættu mín á deildinni. Ég fann þó að það var erfitt að þurfa að kveðja makann í hvert sinn sem kvöldið kom og í heila viku svaf ég ekki nema að fá svefnlyf til að hjálpa. Ljósmæðurnar gerðu þó dvölina mína bærilega, ég þurfti sterasprautur fyrir lungu litla herramannsins og ég hef ekki tölu á blóðprufunum sem voru teknar, sónarnir voru ekki sparaðir og mér fannst ég örugg í höndum þeirra.

Ég fékk að fara heim gegn því skilyrði að taka því rólega heima. Sex vikum seinna eftir að hafa verið heima í „stofufangelsi“ byrjaði aftur að blæða, í þetta sinn blæddi meira og litli guttinn minn var tekinn með bráðakeisaraskurði eftir að í ljós kom að um fylgjulos væri að ræða. Hann fæddist eftir 34 vikur, tæpar 7 merkur og 42 cm.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.