fbpx

10. janúar 2003 lá leið mín á fæðingardeild Landspítalans.

Stelpan ætlaði að koma með hraði en viti menn, við lentum í árekstri á bílaplani spítalans.

Allir fóru út úr bílnum, nema ég sat inni og andaði. Enginn slasaðist sem betur fer, þetta var bara smá og sást ekkert á bílunum.

Svo gat ég ekki beðið lengur, steig út og tilkynnti að ég yrði nú bara að fara inn og fæða barnið. Þá allt í einu föttuðu allir “Ah, já hún er að fara að eiga barn!”

Þegar inn var komið ætlaði ég sko að fá deyfingu strax! Ég var mæld fyrst en var komin með fulla útvíkkun og barnið á leiðinni, mér hent upp í rúm á fæðingardeildinni og þá kom stelpan með Billy Joel undirspili í útvarpinu og allt var gleymt, fæðingin ekkert mál. Áreksturinn fjarri lagi og ég sá bara litla ungann minn, þessa yndislegu stelpu. Stelpurnar á deildinni voru yndislegar allar og það var mikið gott að vera þarna þennan stutta tíma á meðan en allir velkomnir, fjölskylda og börn.

Arna Dís Kristinsdóttir