fbpx

Ég var lögð inn á meðgöngudeild LSH þann 19. júlí 2008 vegna þess að það blæddi frá fylgjukanti. Á þeim tímapunkti var ég gengin 26 vikur og 4 daga. Ég fékk að vita að ég gæti ekki fengið að fara heim þar sem ég stóð í flutningum á þeim tíma norður í land. Ég fékk sterasprautur til að hjálpa til við að þroska lungnanna.

Þarna lá ég í 7 vikur alveg uppá dag og ég var skorin þegar ég var komin 33 vikur og 4 daga. Litla dóttir mín var 2150 gr og 45,5 cm þegar hún kom í heiminn. Hún var í rúmar 3 vikur á Vökudeildinni og var dugleg að braggast og þar er frábært fólk við störf.

Ég á meðgöngudeildinni það að þakka að ég náði að þrauka í þessar 7 vikur þarna inni og ég hugsa oft til þeirra ljósmæðra og starfsfólks sem var með mér þarna. Enn þann dag í dag faðma ég þær þegar ég hitti þær.

Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og ég mun aldrei getað þakkað að fullu fyrir þá góðu þjónustu sem ég fékk.

Ingunn Hallgrímsdóttir