fbpx

Mig langar að koma því að hversu mikilvægt er að hafa sérdeild eða svæði á kvennadeildinni ætlað konum sem ganga í gegnum andvana fæðingu t.d.

Ég gekk í gegnum það að standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Að velja á milli þess að enda meðgönguna komin 23 vikur á leið, eða hætta á það að barnið myndi deyja í móðurkviði, stuttu eftir fæðingu, í fæðingunni eða innan nokkurra ára.

Ég valdi það að eignast ekki fárveikt barn og leggja það mikla erfiði á lítinn líkama og sálina. 

Þetta er ein erfiðasta ákvörðun og það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gengið í gegnum. En ég er sátt við mína ákvörðun og efast aldrei.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.