fbpx

“Það er drengur”, sagði ljósmóðirin glaðlega um leið og hún rétti föðurnum nýfætt barnið. “Hann er stór strákurinn”, bætti hún við og hélt áfram að sinna nýbakaðri móðurinni sem trúði því varla að biðin væri á enda og barnið fætt.

Úti var fallegur síðsumardagur, árið var 1975 og veðrið eins og það best getur orðið á Íslandi. Fæðingardeildin gamla var til húsa þar sem nú eru skrifstofur en höfðu áður verið heimavist ljósmæðra. Gamlir ljósgrænir veggir deildarinnar höfðu séð margt. Verðandi ljósmæður sem seinna áttu eftir að taka á móti mörg hundruð börnum og þannig verða hluti stærstu atburða lífsins hjá fjölda fólks. Gleði eftir fæðingu barns sem beðið hafði verið eftir, sorg þegar eitthvað fór úrskeiðis og kvíði ef ástandið var óvisst.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.