Hlaut ómetanlegan stuðning
Tvíburarnir Jón Tómas og Kristján Atli, synir Önnu Katrínar Ólafsdóttur og Gregs Kruk, fæddust þremur mánuðum fyrir tímann eftir tvísýna áhættumeðgöngu. Í samtali við Kjartan Guðmundsson í Fréttablaðinu laugardaginn 19. febrúar lýsir Anna Katrín óvissunni um afdrif ófæddra barna sinna og þætti starfsfólks kvennadeildar Landspítalans, sem hjálpaði foreldrunum að komast í gegnum þá erfiðu reynslu.