fbpx

Viðskiptavinum í Stofni hjá Sjóvá, gefst nú kostur á að styðja við Líf styrktarfélag með því að gefa hluta eða alla Stofnendurgreiðsluna sem Sjóvá sendir viðskiptavinum sínum um þessar mundir. Um 20 þúsund tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni fá endurgreiddan hluta iðgjalda síðasta árs núna í byrjun febrúar.  Þetta er þriðja árið sem Sjóvá gefur viðskiptavinum sínum kost á að styrkja gott málefni og varð Líf fyrir valinu þetta árið.
Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvá: „Þetta hefur gefist vel síðustu tvö ár og margir viðskiptavinir okkar hafa notað tækifærið og ánafnað hluta Stofnendurgreiðslunnar til góðs málefnis. Líf hefur vakið óskipta athygli okkar með sínu frábæra starfi og vel heppnaðri landssöfnun í fyrra.“
Stjórn Lífs og aðrir velunnarar þakka Sjóvá hlýhug í verki og vonar að sem flestir sjái sér fært að styðja við fjölskyldurnar í landinu með því að gefa Líf.