fbpx

Má til með að benda ykkur á hina mögnuðu Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem er nýlögð af stað í merkilegt ferðalag. Þetta er engin orlofsferð til Kanarí, heldur langur túr, spennandi og strangur suður eftir hnettinum. Lokaáfangastaður Vilborgar er sjálfur Suðurpóllinn, en yfir ísbreiðuna hyggst hún ganga með sleða í eftirdragi! Þetta er kerling í krapinu, sem vert er að fylgjast með.

En það er ekki síður vert að líta til þess að jafnhliða göngunni stendur Vilborg fyrir áheitasöfnun til stuðnings Styktarfélaginu Líf. Það góða félag var stofnað fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að styrkja Kvennadeild Landspítalans, með því að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Ég skora á ykkur að fygjast með Vilborgu og heita á hana, þannig að Líf, ekki síður en Vilborg, fái notið hvers fótmáls suður á pólinn.

Hér má kynnast Vilborgu og fylgjast með ferðum hennar:

https://www.lifsspor.is/

Og hér er Líf styrktarfélag á Facebook. Endilega „lækið“ það.

http://www.facebook.com/pages/L%C3%ADf/153816111337198

Stefán Hilmarsson