fbpx

Samtökin um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu um endómetríósu laugardaginn 15. september næstkomandi. Ráðstefnan verður í Reykjavík og er fyrsta ráðstefnan um endómetríósu sem haldin hefur verið á Íslandi.

Á ráðstefnunni verða fjölbreyttir fyrirlestrar, þar sem meðal annars verður fjallað um helstu einkenni endómetríósu, orsakir, meðferðir, algengi og nýgengi endómetríósu á Íslandi og hvenær inngrip og skurðaðgerðir séu réttlætanlegar. Einnig verður fjallað um mögulega fylgikvilla sjúkdómsins og tengd efni eins og ófrjósemi, ónæmisgalla, tilfinningalegar hliðar ófrjósemi og verkja og áhrif næringar á framvindu sjúkdómsins. Meðalgreiningartími endómetríósu er talinn vera 6-10 ár á Íslandi og þörf er á að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um sjúkdóminn svo greiningartíminn styttist og konur með endómetríósu hljóti betri þjónustu og aukin lífsgæði.

Allir fyrirlestrarnir verða á ensku. Skráning hefst í ágúst.

Frekari upplýsingar á endo@endo.is og http://endo.is/?c=frettir&id=125&lid&pid&option