fbpx

Sigríður Sigmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífs styrktarfélags. Sigríður er með verslunarpróf frá Verslunarskólanum síðan 1996 og útskrifaðist sem hársnyrtir frá Iðnskólanum árið 2000. Hún varð stúdent frá FÁ jólin 2006. Sigríður starfar sem flugfreyja hjá Iceland Express auk þess að reka netverslunina www.smáskór.is Áður starfaði hún sem merkjastjóri í hárvörudeild hjá Halldóri Jónssyni.

Sigríður er gift Guðmundi Inga Hjartarsyni stjórnarmanni í Líf og eiga þau þrjú börn, Óttar Orra, Jenný og Sigmar Orra.

Líf býður hana Sigríði hjartanlega velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar.