fbpx

Sprotafyrirtækið MatAskur ehf hefur ákveðið að styrkja Líf með því að gefa 2% af allri sölu á Öskum fram á vor. Borghildur Sverrisdóttir eigandi MatAsks leyfði Facebook  félögum HeilsuAsks ,en svo nefnist ein vörulína þeirra, að velja góðgerðarfélag og varð Líf fyrir valinu.

MatAskur ehf er sprotafyrirtæki sem stofnað var í mars 2011 og er í eigu Borghildar Sverrisdóttur og Jóhanns Bjarna Kjartanssonar. MatAskur er heilsumatvælafyrirtæki og heildsala sem selur HeilsuAsk, FerðaAsk ásamt  SælkeraAski og SveitaAski sem væntanlegir eru síðar á þessu ári. Eitt af þeirra aðal markmiðum er að efla heilbrigðan lífsstíl og  koma til móts við þarfir nútímafólks.

Líf þakkar MatAski hlýhug og stuðning en allar frekar upplýsingar um Askana og fyrirtækið er á vefsíðunni www.mataskur.is