fbpx

LÍF langar að kynna til leiks framkvæmdastjóra söfnunarátaksins Gefðu LÍF, Elínu Sveinsdóttur. Elín hefur unnið við íslenska fjölmiðla á þriðja áratug, lengst af sem framleiðslustjóri frétta-og dagskrárefnis. 

Hún hefur stjórnað upptöku og útsendingu mikils fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal margra kosningaútsendinga, frétta-og viðtalsþátta af ýmsu tagi og verið leiðandi í þróun fréttatengdra sjónvarpsþátta allt frá stofnun Stöðvar 2 árið 1986. 

Elín hefur jafnframt fengist við verkefnastjórn af ýmsu tagi fyrir fjölmiðla og önnur fyrirtæki. 

Elín er gift Sigmundi Erni Rúnarssyni, alþingismanni og rithöfundi og á með honum fjögur börn og tvö fósturbörn.