fbpx

Í ár hefur Kvennahlaupið valið Líf styrktarfélag til þess að vekja athygli á en á ári hverju er eitt góðgerðarfélag valið í þeim tilgangi. Mikill heiður er fyrir Líf að hafa verið valið að þessu sinni og segir okkur hversu gott og öflugt Líf er orðið þrátt fyrir að vera tiltölulega ungt félag.

Kvennahlaupið fer fram þann 4. júní næstkomandi og er kjörinn vettvangur fyrir Líf til þess að vera sýnilegt. Líf hefur því ákveðið að vera á staðnum þegar hlaupið fer fram og safna fleiri félagsmönnum. Félagsmenn eru stoð og styrkur félagsins og eitt af markmiðum Lífs er að auka fjölda félagsmanna umtalsvert á þessu ári.

Líf leitar því að sjálfboðaliðum út um allt land til þess að vera á hlaupastöðum þegar hlaupið fer fram, í bolum frá Líf til að safna félagsmönnum. Hlaupið í Garðabæ er fjölmennast og þurfum við töluvert marga sjálfboðaliða þar til þess að skera okkur úr þvögunni.

Eins og fram kom þá er Kvennahlaupið á laugardaginn 4. júní næstkomandi. Misjafnt er klukkan hvað hlaupið hefst á hverjum stað en í Garðabæ hefst það klukkan 14:00. Hægt er að nálgast upplýsingar um hlaupastaði og tímasetningar hér.

Hafir þú kost á að leggja Líf lið og gerast sjálfboðaliði þann 4. júní ertu vinsamlegast beðin um að senda póst á kristrun04@ru.is og staðfesta þátttöku.