fbpx

Ingimunda Loftsdóttir, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar , Esther B. Gunnarsdóttir, varaformaður og Aðalheiður Leifsdóttir, ritari komu á Kvennadeild LSH þann 3. desember s.l. og afhentu félaginu kr. 50.000 kr. að gjöf.
Félagið samanstendur af 30 konum og gjöfin er svo sannarlega rausnarleg fyrir þeirra litla félag og gefin af góðum hug. Við kunnum þeim bestu þakkir og metum þetta framlag miklils, minnug þess að kvennadeildin var byggð fyrir tilstuðlan kvenna á sínum tíma.
til baka