fbpx

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í tuttugasta og sjöunda sinn 20. ágúst nk. Líkt og undanfarin ár er hægt að safna áheitum. Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið.

Við hvetjum alla til að hlaupa fyrir Líf með því að skrá sig í hlaupið og fara síðan inn á www.hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang. Auk þess að hlaupa er einnig hægt að heita á hlaupara.

Hlaupum öll til góðs og styrkjum Líf.