fbpx

Líf styrktarfélag tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 18. ágúst. Skráning í hlaupið er nú í fullum gangi og hægt er að hlaupa til góðs fyrir Líf. Áheitasöfnunin fer fram á vefsíðunni www.hlaupastyrkur.is og er framkvæmdin auðveld. Hægt er að greiða með kreditkorti, millifærslu og með því að senda áheitanúmer keppanda sem sms-skeyti.

Talsverður fjöldi hlaupara eða 68 manns hafa þegar skráð Líf sem sitt góðgerðarfélag. Við þökkum öllum, bæði hlaupurum og þeim sem skráð hafa áheit, kærlega fyrir stuðninginn og hvetjum sem flesta til að taka þátt, einnig með því að mæta á keppnisdaginn og hvetja keppendur til dáða.

Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 20. ágúst.

Smellið hér til að heita á hlaupara: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/501209-1040