fbpx

Hlutverk fræðslunefndarinnar er að halda utan um fræðslu á vegum Líf. Fræðslunefnd skipuleggur fyrirlestra, ráðstefnur og málþing og er tilgangurinn sá að miðla fróðleik og bjóða upp á fjölbreytta og áhugaverða fræðslu fyrir félagsmenn og aðra um málefni tengd kvennadeild, kvennalækningum, meðgöngu, fæðingarþjónustu auk annarra viðfangsefna.

Á síðasta ári hélt fræðslunefndin utan um afar vel heppnaða fyrirlestraröð um ýmis mál sem snerta fyrst og fremst konur en ekki síður fjölskyldur og líf þeirra og er áhugi á að gera þetta að árlegum viðburði. Nú er þörf á því að fá fleiri áhugasama einstaklinga í fræðslunefndina og með þessu bréfi vill Líf biðja þig, lesandi góður, um að íhuga hvort þú átt erindi í nefndina.

Ef þú hefur áhuga á að starfa með Líf að þessum áhugaverðu verkefnum – sendu póst á lif@gefdulif.is