Styrktarfélagið Líf þakkar félagsmönnum stuðninginn með greiðslu stofnfélagsgjaldsins (félagsgjald fyrir árið 2009) og greiðslu félagsgjalda 2010.
Nú hefur félagið gert samning við Valitor hf., þannig að hægt er að styrkja félagið og greiða félagjöld með greiðslukorti.
Félagsgjöld árið 2010
Innheimta félagsgjalda fyrir árið 2010 er hafin. Félagsgjald er það sama og áður eða 3.000 kr. Hægt er að greiða félagsgjöld með því að leggja beint inn á reikning félagsins
Reikningsnúmer: 515-26-1660 Kennitala: 501209-1040
Einnig er hægt að greiða með greiðslukorti með því að fara inn á heimasíðu félagsins www.styrktarfelagidlif.is og velja flipann Borga með kreditkorti. Velja síðan Greiða árgjald með greiðslukorti og skrá þar umbeðnar upplýsingar.
Ef greiðsla félagsgjalda fyrir árið 2010 hefur ekki verið lögð beint inn á reikning félagsins eða greidd með greiðslukorti, fyrir 6. nóvember 2010, verður félagsmanni sendur almennur greiðsluseðill.
Kostnaður við innheimtu, kr. 279, bætist við félagsgjaldið.