fbpx

Aðalfundur Styrktarfélagsins Lífs verður haldinn mánudaginn 22. mars kl. 20:00. Staðsetning: Hringsalur Barnaspítalans við Hringbraut. Salurinn er í tengibyggingu milli Barnaspítalans og húss Kvennadeildar. Allir velkomnir.

Stjórn félagsins þakkar góðar kveðjur og velvilja. Sérstakar þakkir til allra sem komu að stofnun félagsins sem og til þeirra félaga og einstaklinga sem hafa styrkt félagið með gjöfum og til ykkar sem hafið styrkt félagið með því að gerast félagar. Þið hafið öll markað spor í átt að bættum aðbúnaði á Kvennadeild.

Við bjóðum alla sem vilja ganga í félagið velkomna á aðalfundinn.

Dagskrá fundarins:

1. Setning fundar

2. Skipun fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar

4. Framlagning ársreiknings fyrir árið 2009, sjá hér

5. Tillaga að félagsgjöldum fyrir árið 2010

6. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2010

7. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins

8. Kosning stjórnarmanna í stað þeirra sem ganga úr stjórn

9. Kosning varamanna í stjórn

10. Önnur mál

F.h. stjórnar Styrktarfélagsins Lífs,
Bjarney Harðardóttir formaður.