fbpx

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram sl. laugardag. Dagurinn var frábær enda komu saman margir glaðir hlauparar, blíðskaparveður og góður árangur. Bærinn iðaði af lífi og margir hlupu til góðs. Mikil stemmning myndaðist meðal hlaupara og áhorfenda.

Alls söfnuðust rúmlega kr. 1.300.000 í áheitum sem munu koma að góðum notum fyrir kvennadeildina.

Stjórn Lífs þakkar þeim 86 hlaupurum sem söfnuðu áheitum fyrir Líf kærlega fyrir veittan stuðning við félagið.  Stuðningur ykkar eflir okkar starf.