fbpx

Þann 2. maí hefst úrslitakeppnin í meistaraflokki kvenna í handknattleik.

Fyrsti leikurinn í rimmunni verður styrktarleikur fyrir LÍF styrktarfélag og á  Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals frumkvæði að styrktarleiknum.
„Ég varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í fyrra að tvíburadrengir, sem ég gekk með, komu í heiminn alltof snemma eða eftir aðeins 19 vikna meðgöngu. Drengirnir áttu sér aldrei lífsvon. Í gegnum þessar raunir mínar áttaði ég mig á því hversu mikilvægu hlutverki styrktarfélagið LÍF sinnir. Markmið söfnunarinnar er að bæta aðbúnað kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu.“

Við hvetjum alla til að mæta á skemmtilegan handboltaleik, hvetja þessar flottu konur áfram og styðja við gott málefni í leiðinni.