fbpx

Fósturgreiningardeild Landspítalans hefur yfir fimm óskoðunarækjum að ráða. Öll eru þau búin ómhausum til að skoða með tvívíddartækni þ.e. hin hefðbundna ómskoðun. Tvö tækjanna hafa einnig búnað til að skoða í þrívídd en það gefur mynd sem líkist meira venjulegri ljósmynd. Fósturgreining er að mestu leyti framkvæmd með tvívíddarómun en í völdum tilfellum gefur þrívíddarómun enn frekari upplýsingar um ástand og líðan fósturs.
Þann 21.des. síðasliðinn gaf Líf, styrktarfélag kvennadeildar, Fósturgreiningardeild einn þrívíddar ómhaus til viðbótar hinum tveimur. Andvirði gjafarinnar er um 1.500.000 kr.