fbpx

Fræðslufundir Lífs hefjast að nýju n.k. miðvikudag 28.mars kl: 16:15

Að þessu sinni verður fjallað um það að fæða barn: Meðganga og fæðing, offita á meðgöngu; áhrif á móður og barn

Fundarstaður: Háskólinn í Reykjavík, stofa M208

Markmið mæðraverndar er að styðja konur til heilbrgiðra lífshátta þannig að meðganga gangi sem best  fyrir sig, með sem fæstum fylgikvillum og ljúki með fæðingu heilbrigðs barns. Í dag er áætlað að um 20% allra þungaðra kvenna á höfuðborgarsvæðinu sé með þyngdarstuðul (BMI) yfir 30 en það samræmist offitu. Það er vel þekkt að offita eykur líkur á fylgikvillum í meðgöngu auk þess að hafa bein áhrif á heilsu fósturs til lengri og skemmri tíma. Þá er barn of þungrar móður líklegra til að verða sjálft of þungt, við fæðingu, á barnsaldri og sem fullorðið.  Konur í ofþyngd eða með offitu geta fengið sérstakan stuðning á meðgöngu til að  bæta líðan og horfur, bæði sinnar eigin en einnig ófædda barnsins. Stuðningur og ráðleggingar geta til dæmis verið um bætt mataræði, aukna hreyfingu, aðstoð sjúkraþjálfara ef um stoðkerfisvandmál er að ræða og viðtal við sálfræðing allt eftir því sem við á.  Á fundi Lífs verður farið yfir stöðuna í dag og bent á möguleg úrræði til að styðja konur til heilbrigðra lífshátta.

Vandamál tengd meðgöngu og fæðingu

Hildur Harðardóttir, yfirlæknir, kvenna & barnasviði LSH

Offita á meðgöngu,  hvers ber að gæta

Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir, Reykjalundi

Það eru til lausnir sem virka!

Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir NLFÍ og læknir Heilsuborg