fbpx

Ég átti von á barni í lok október 2007.  Fór í mínar reglulegu mæðraskoðanir, allt í góðu lagi í fyrstu.  Mér leið vel.  Síðan fór blóðþrýstingurinn aðeins hækkandi.  Ég var talin vera í svokallaðri áhættumeðgöngu og var því sett í eftirlit tvisvar sinnum í viku.  Það var við eina slíka skoðun 21. júlí 2007 að blóðþrýstingurinn hafði hækkað verulega og vaxtarkúrfa barnsins ekki stækkað eðlilega miðað við lengd meðgöngu.  Ég var strax lögð inn á meðgöngudeild á Kvennadeild LSH til frekari rannsókna og eftirlits.  Í ljós kom að um meðgöngueitrun var að ræða og töluverð vaxtarskerðing barnsins hafði átt sér stað.  Blóðþrýstingurinn hækkaði og hækkaði. Var því sett á rúmlegu og sagt að vera sem mest í ró og næði.  Ástandið versnaði og var farið að hafa áhrif á nýrna- og lifrarstarfsemi mína.  Ljóst var orðið að ekki liði langur tími þar til taka þyrfti barnið með keisaraskurði.  Barnið mitt var undirbúið undir ótímabæra komu í heiminn með því að mér voru gefnir sterar til að hjálpa lungum barnsins til að þroskast hraðar.  

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.