fbpx

Ég á tvo stráka sem eru 13 mánuðir á milli, sá eldri er fæddur í september 2009 og sá yngri í október 2010.

Með eldri strákinn fór ég í gangsetningu sem endaði síðan í keisara. Hann er fæddur kl 17:28 og eftir að hafa verið á vöknun í um 2 tíma var ég sett í herbergi niður á sængurkvennagangi og ég var ein í herberginu til að byrja með. Ég var dauðþreytt eftir tæpan sólahring af hríðum áður en ég var skorin. Ætli ég hafi ekki sofnað um kl. 11 í ca. 40 mín. Eftir að ég sofnaði loksins og hafði þá ekki sofið í tæpa 2 sólahringa, er komið með aðra konu inn í herbergið, hún var útlend og gólaði og öskraði af sársauka. Ég vaknaði við þetta og hún hélt áfram að gráta í einn og hálfan tíma alla vega og grét með hléum þá nótt svo ég svaf lítið. Þessi kona var með mér í herbergi þessa 2 daga sem ég var þarna, og allan tímann var annað hvort hún grátandi, barnið þeirra grátandi eða hún og maðurinn hennar að rífast, hún var líka með stanslausan gestagang þegar ekki var heimsóknartími. Ég hef aldrei verið jafn fegin eins og þegar ég komst loksins heim, og þreyttari hef ég heldur aldrei verið eftir nánast engan svefn allan tímann sem ég var á spítalanum vegna ónæðis af konunni sem var með mér í herbergi, og verandi einstæð með eldri drenginn þá átti ég þess ekki kost að láta maka sinna barninu fyrir utan brjóstagjöf svo ég gæti reynt að safna orku eftir spítaladvölina, fyrir mig þá hefði það munað rosalega miklu ef ég hefði getað verið ein í herbergi þessa 2 daga sem ég var á spítalanum og ég hefði kannski ekki komið heim jafn dauðþreytt og ég gerði.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.