fbpx

Árið 2007 greindist ég með meðgöngusykursýki  er ég var gengin ca. 20 vikur.

Við tóku reglulegar heimsóknir á mæðravernd kvennadeildar LSH.  Ljósmóðir mín var yndisleg og innkirtlasérfræðingur minn einnig en mikil ósköp var leiðinlegt að bíða eftir að fá að hitta þessar yndislegu konur.

Yfirleitt átti ég tíma um kl. 9 og komst að í kringum 10 og svo tók við önnur bið til að hitta hinn lækninn og kannski gekk maður út um 12 leytið.  Þá var maður búinn að vera frá vinnu í 3-4 tíma.  Sem betur fer vorum við bæði með yndislega yfirmenn sem reyndu að sýna þessari löngu vitleysu skilning.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.