fbpx
Við hjá Líf styrktarfélagi viljum þakka öllum þeim glæsilegu þátttakendum sem mættu í Lífssporið, góðgerðahlaupið okkar síðastliðinn fimmtudag. Hlaupið héldum við í góðu samstarfi við Útilíf og Sjóvá
Það ríkti einstök stemning og gleði í hlaupinu og veðurguðirnir voru svo sannarlega með okkur í liði. Þátttakendur voru á öllum aldri, sá yngsti 5 vikna og sá elsti 73 ára. Hlaupið var FRÍ vottað og var mjög ánægjulegt að sjá hve margir hlauparar voru að ná sínum besta tíma.
Í ár rann allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir tveim nýjum tækjum til legspeglunar í staðdeyfingu og saman tókst okkur að safna tæplega 2 milljónum króna, Sjóvá styrkti söfnunina með 400.000 kr. í beinum styrk og fjölmörg fyrirtæki gáfu vinnu sína eða lögðu söfnuninni lið með einum eða öðrum hætti og erum þeim og ykkur þátttakendum ævinlega þakklát fyrir ykkar þátt í að gera kvennadeild okkar allra að enn öruggari og betri stað.
Hlökkum til að sjá ykkur að ár ❤️🧡🩷