fbpx
  • Eva Huld Valsdóttir gefur 1000 kr á hvert barn. Hún vill endilega koma á framfæri þökkum til starfsmanna kvennadeildar sem henni finnst vera vinna frábært verk og eru öll yndisleg.
  • Þórunn F. Benjamínsdóttir er búin að eignast 10 börn og vill styrkja málefnið!
  • Kjartan Sveinn 8 ára vill styrkja þetta málefni af því að mamma er með barn í maganum og hann er að fara að eignast stóra systir. Er rosalega spenntur.
  • Berglind Björk Jónsdóttir gefur 100.000 kr þar sem hún á 4 börn og 3 af þeim fæddi hún á Landspítalanum. Hún vill gefa þetta fyrir aðra afkomendur þessa lands.
  • Soroptomistafélagið í Kópavogi gefur 350000 kr í söfnunina og skorar á aðra sorptomistaklúbba að gera slikt hið sama. Soroptomistar eru kvennasamtok og vilja hvetja allar konur landsins til að styðja sofnina.
  • Hugrún Ósk Ólafsdóttir gefur 3000 kr til minningar um afa sinn sem var einn af þeim sem byggði kvennadeildina og hefði orðið 91 árs í dag en hann hét Einar Sigursteinn Bergþórsson.
  • Sigríður Sigurðardóttir eignaðist stelpu 1986. Hún fæddist eftir 27 vikur og var 4 merkur. Þurfti að liggja inni í 8 vikur fyrir fæðingu. Hún fékk góða umönnun og kom heim 3 mánaða gömul. Þessi stúlka er 25 ára gömul í dag. Hún heitir Auður Ösp.
  • Ásta Kristjánsdóttir segist vita af eigin raun að starfsfólkið á kvennadeild er bara englar. Þetta er 5 stjörnu hótel !
  • Bjarney Hilma Jóhannesdóttir 4 ára gefur Líf 10.000 kr en hún er fyrirburi. Hún fæddist 6. september og útskrifaðist á aðfangadag. Hún var tæplega 1700 gr eða 6,6 merkur og í öndunarvél 3 mánuði. Foreldrarnir eru þakklát fyrir allt það starf sem unnið er á kvennadeild og vökudeild, Bjarney er algjör gullmoli.
  • Jenný Sigfúsdóttir skorar á aðrar mæður og ömmur að telja börnin í lífinu sínu og gefa eitthvað til söfnunarinnar fyrir hvert barn.
  • Tómas Kristjánsson gefur 1000 krónur fyrir hverja klst sem konan var að fæða.
  • Lísa hringdi fyrir systir sína sem þorði ekki að hringja. Hún heitir Arína 6 ára sem ætlar að gefa peninginn sem tannálfurinn gaf henni. Einnig ætlar Lísa að gefa vasapeninginn sinn og pabbi ætlar að greiða uppí 5.000 kr. Þau voru að eignast lítinn frænda í Vestmannaeyjum sem var fluttur með sjúkraflugi í gær á og liggur á vökudeild. Hann fæddist 6 vikum fyrir tímann. ur nú á vökudeild. Hann fæddist 6 vikum fyrir tímann.
  • Markús og Fannar gefa kr. 1000. Markús á tvo bræður og Fannar á einn og Markús langar í fleiri systkyni.
  • Andrea Líf 5 ára segist vilja styrkja þetta málefni því að það þurfti að skera gat á mallann hennar af því að hún var pínu lasin. Hún er voða hress núna 🙂
  • Guðjón Karl Traustason skorar á alla maraþonhlaupara sem ætla að hlaupa maraþon í ár að gefa einn tíunda af þeim kílómetrum sem hlaupið er = kr. 4.200.
  • Þórunn Steindórsdóttir eignaðist stúlku fyrir 6 árum í maí. Þegar stúlkan kom í heiminn var akkúrat verið að spila lagið Líf á bylgjunni. Hún minnist þessarar stundar í hvert skipti þegar hún heyrir þetta lag. Hún styrkir málefnið um 1000 krónur á hvert barn sem hún á.
  • Þorsteinn Einarsson gaf kr. 26.000 í landssöfnunina. Hann á 14 barnabörn og eitt er væntanlegt síðar í mánuðinum. Á sjálfur 7 börn og gaf kr. 1000 á hvert og aukalega kr. 1000 til að eiga inni fyrir fleiri barnabörnum! Skráði sig einnig í félagið.
  • Hafdís Maríudóttur Sæmundsdóttir á 3 fyrirbura og þakkar fyrir það líf sem hún hefur fengið. Ef það væri ekki fyrir Landspítalann væri þeir ekki til.
  • Heidi Strand vill gefa 5000 kr á hvort brjóst. Hún hefur fengið brjóstakrabbamein tvisvar og þakkar þjónustunni á kvennadeild lífið.
  • Kristjana Steinþórsdóttir eignaðist fyrsta barnið 1976, á afmælisdegi Reynis Tómasar Geirssonar prófessors sem annaðist hana. Drengnum var ekki hugað líf en hann lifði og Reynir sagði að þetta væri besta afmælisgjöf sem hann gæti hugsað sér. Drengurinn dafnaði vel og verður 35 ára á þessu ári.
  • Þórir Ágúst Þorvarðarson hringdi inn sl. föstudag. Árið 1978 eignuðust þau hjónin tvíbura, annar dó í hjartaaðgerð en sú sem lifði dvaldi lengi á vökudeild. 1987 eignuðust þau svo son sem var fyrirburi og þurfti að dvelja á vökudeild í tvo mánuði en þá hafði móðirin verið í 3 mánuði á meðgöngudeildinni. Þau þakka kærlega fyrir góða þjónustu og ómetanlegt starf.
  • María Björg býr á Hellu og er fædd á fæðingardeild LSH og ætlar að gefa nammipeninginn sinn, 500kr og skorar á öll börn að gera það sama.
  • Tveir litlir bræður, Róbert Ingi (að verða 8 ára) og Gabríel Páll (3 ára) Gunnarssynir gefa Líf til minningar um móðurbróður sinn, Inga sem dó ungur.
  • Gefandinn Eydís Ögn var fyrirburi sem vó aðeins 6 merkur. Hún skorar á alla aðra fyrirbura að gera í söfnunina Líf !
  • Karen Heba Jónsdóttir gefur 1000 krónur á hvert barn í söfnunina Líf. Hún á 5 börn, 5 fósturbörn og 7 barnabörn!
  • Matthildur, 8 ára er að borga 1.000 krónur af eigin spariféi í söfnunina Líf.
  • Ásthildur Ketilsdóttir hringdi inn og sagði að eftir að hafa farið í skoðun hjá Reyni Geirssyni yfirlækni hafi henni verið tilkynnt af öðrum lækni að hún hefði verið mjög heppin því að Reynir væri einn besti kvensjúkdómalæknir í Evrópu. Hún vildi endilega koma því til skila í útsendingunni.
  • Kolbrún Stefánsdóttir: „Frábært framtak, stöndum saman allir sem einn. Lífið er núna! Lifum því!“
  • Einar Harðarson frá Flúðum gefur 5000 kr fyrir afastelpurnar sínar en þær eru tvíburar og algjörir gullmolar.
  • Unnur Benediktsdóttir átti tvíbúra á glænýju kvenndeildinni 1949. Það kom á óvart að þetta voru tvíbúrar. Hún segir að það hafi verið ægilega fínt að vera á kvennadeildinni.
  • Darri Freyr Atlason fæddur 1994 hringdi inn og var með skemmtilega sögu. Hann átti að koma í heiminn 13/05 en kom 01/06 og var farinn að kúka í magann á mömmu sinni…:-)
  • Sunna Björk 10 ára vill gefa peninginn sem hún er búin að vinna sér inn með því að hjálpa mömmu sinni að þrífa (3000 kr).